Skip to main content
FréttirUncategorized

Kjarasamningar samþykktir með miklum mun

By 25.05.2011apríl 12th, 2019No Comments
ATHUGIÐ.
Eftirfarandi efni var srkáð fyrir meira en 1 ári.

Samningur  félaganna, sem mynda Flóabandalagið, Eflingar-stéttarfélags,Vlf. Hlífar í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis við Samtök atvinnulífsins var samþykktur 85,8% atkvæða.Á kjörskrá voru 15.614. Atkvæði greiddu 3.034 eða um 19.4%. Já sögðu 2.603 eða 85.8% en Nei sögðu  423 eða 13.9%.  Ógildir og auðir seðlar voru 8 eða  0.3.%.   Samningurinn var því samþykktur með miklum meirihluta atkvæða.
  
Atkvæðagreiðslan stóð frá því kjörseðlar voru sendir út til félagsmanna þann 10. maí sl. og lauk kl. 15.00 þann 24. maí.