Skip to main content

FréttirUncategorized

Kjarasamningum ekki sagt upp

By 01.03.2017apríl 12th, 2019No Comments
Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.
Við endurskoðun kjarasamninga í febrúar 2017 er staðfest að forsenda þeirra um launastefnu og launahækkanir hefur brostið. Samninganefnd aðildarfélaga ASÍ og framkvæmdastjórn SA hafa í dag náð samkomulagi um að fresta afstöðu til uppsagnar kjarasamninga til loka febrúar 2018. Markmiðið er að skapa aðilum vinnumarkaðarins skilyrði fyrir áframhaldandi vinnu á grundvelli rammasamkomulagsins þrátt fyrir forsendubrestinn. Ákvæði rammasamkomulagsins um launaskriðstryggingu kauptaxta kjarasamninga hefur af hálfu aðildarfélaga ASÍ og BSRB verið talið snar þáttur í því að skapa samningsaðilum aðstæður til þess að þróa og móta nýtt kjarasamningalíkan.
Það er þó sameiginlegt mat ASÍ og SA að forsenda þess að unnt verði að taka á ný upp vinnu við mótun nýs samningalíkans sé að laun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði breytt frá ákvörðun kjararáðs á árinu 2016 og þróist á grundvelli sömu launastefnu og mótuð var með rammasamkomulaginu með tilvísun í nóvember 2013 sem grunnviðmiðun.
 
Hér að neðan er hægt að sjá samkomulagið, niðurstöðu forsendunefndarinnar og yfirlýsingu ASÍ og SA
 
is Icelandic
X