Skip to main content

Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

Kjarasamningur Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag.

Á kjörskrá voru 592. Af þeim greiddu atkvæði 134, eða 22,64%. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 90,98% já og 9,02% nei.

Samningurinn gildir fyrir starfsfólk á Sólvangi og á Hrafnistuheimilunum í Hafnarfirði, Garðabæ og í Reykjanesbæ.

is Icelandic
X