Skip to main content

Fulltrúar Verkalýðsfélagsins Hlífar og Eflingar – stéttarfélags skrifuðu í gær undir kjarasamning við Sorpu. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023. Með samningnum hækka laun um á bilinu 100 til 113 þúsund krónur á samningstímanum miðað við fullt starf. Hækkunum umfram 90 þúsund króna taxtahækkun er náð fram með innleiðingu nýrrar launatöflu.

Í samningnum eru ákvæði um styttingu vinnuvikunnar bæði hjá dagvinnu- og vaktavinnufólki, að hluta háð nánari útfærslu í samráði við starfsfólk líkt og í öðrum kjarasamningum við ríki og sveitarfélög.

Gerðar verða afturvirkar leiðréttingar á launum vegna hækkana 1. apríl 2019 og 1. apríl 2020 að frádreginni innágreiðslu sem greidd var meðan á kjaraviðræðum stóð.

Samningurinn verður kynntur og greidd um hann atkvæði á komandi dögum.

Sjá samninginn