Skip to main content

Kjarasamningurinn felldur

By 22.01.2014April 12th, 2019Fréttir, Uncategorized

Kjarasamnningur Flóabandalagsins við Samtök atvinnulífsins var felldur, en talning fór fram í dag. Já sögðu 46,6%, nei 53,1% og auðir seðlar voru 0,3%.  Í Flóabandalaginu eru Hlíf, Efling og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur. Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar telur að samningurinn hafi fyrst og fremst verið felldur vegna aðgerðaleysis stjórnvalda gagnvar lægst launuðu hópunum. "M.a. má benda á að þær skattabreytingar sem gerðar voru í haust gagnast fyrst og fremst hærri tekjuhópum en hækkun skattleysismarka sem hefðu gagnast lágtekjufólki kom ekki til greina af hálfu ríkisstjórnarinnar þrátt fyrir að verkalýðshreyfingin setti slíka kröfu á oddinn."

Ríkisáttasemjara hefur verið send niðurstaða talningarinnar og mun hann væntanlega boða til fundar fljótlega.

15 félög felldu samninginn, 12 samþykktu hann og í þremur félögum hafa sumir hópar innan þeirra samþykkt og aðrir fellt. Sjá nánar á hér á heimasíðu ASÍ.