Kolás 13

í landi Munaðarness í Borgarfirði.

Húsið er afar rúmgott og vel búið, með grilli og heitum potti, stórri og rúmgóðri verönd. Í húsinu eru rúm fyrir 9 manns og auk þess sem nokkrir geta sofið á dýnum á efri hæð hússins.

Uppdráttur sem sýnir svæði félagsins, þannig að hægt sé að forðast átroðning á lóðum nágranna.

Undir húsinu er steyptur kjallari, sem er ekki leigður með.