Skip to main content

Verkalýðsfélagið Hlíf stendur nú fyrir könnun meðal félagsmanna sinna sem starfa hjá Hafnarfjarðarbæ. Könnunin fer fram rafrænt, en til þess að geta tekið þátt, þarf félagið að hafa upplýsingar um netfang.

Hafi Hlífarfélagi sem starfar hjá bænum ekki fengið boð í tölvupósti um þátttöku, þýðir það að félagið er ekki með netfang viðkomandi á skrá. Þeir sem ekki hafa fengið boð um þátttöku, eru hvattir til að senda upplýsingar um netfang, ásamt nafni og/eða kennitölu á netfangið hlif@hlif.is. Að því gefnu að allar upplýsingar séu réttar, fær viðkomandi boð um þátttöku í kjölfarið.

Það skiptir máli að sem flestir taki þátt og svari könnuninni, sem er um ýmis atriði sem skipta miklu máli núna, svosem styttingu vinnutímans, svo eitthvað sé nefnt.