Skip to main content

„Korter yfir sjö“, heimildarmynd um verkfallið 1955, var frumsýnd í gær. Myndin segir frá aðdragandanum, kjörum og aðstæðum almennings á þessum tíma og bregður upp glöggri mynd af gangi mála í verkfallinu sjálfu. Verkalýðsfélagið Hlíf, ásamt Dagsbrún og í Reykjavík og fleiri félögum stóðu fyrir verkfallinu, sem hófst 18. mars og lauk með því að undirritaðir voru samningar 28. apríl. Meðal þess sem náðist í gegn í þessum samningum var stofnun Atvinnuleysistryggingasjóðs.

Hlíf náði samningum við Hafnarfjarðarbæ og nokkra atvinnurekendur í bænum nokkrum vikum fyrr, eða 26. mars. Það samkomulag veikti mjög samstöðu atvinnrekenda á svæðinu.

Nokkrar sýningar verða í Bíó Paradís. Félagsmenn eru hvattir til að láta ekki þessa merku mynd fram hjá sér fara.