Skip to main content

Kröfur

By 16.05.2015April 12th, 2019Fréttir, Uncategorized

Kröfugerð Flóabandalagsins sem samanstendur af Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, Eflingu – stéttarfélagi og Verkalýðsfélaginu Hlíf byggir á kröfu um leiðréttingu launa og jafnræði félagsmanna stéttarfélaga á vinnumarkaði. Það er réttlætismál á hverjum tíma að það sem er til skiptanna í samfélaginu á hverjum tíma sé deilt upp með réttmætum hætti.

Kröfur Flóabandalagsins eru eftirfarandi:

  • Að gerður verði kjarasamningur til styttri tíma vegna vantrausts í garð stjórnvalda
  •  Að lágmarkshækkun í launatöflu verði 35 þúsund krónur
  • Að neðstu tveir launaflokkar verði felldir niður þó þannig að lægsta upphafstalan verði 240 þúsund krónur
  • Að launataflan verði lagfærð með því að auka aftur bil á milli flokka og þrepa
  • Mánaðarlaun fyrir dagvinnu utan launatöflu hækki að lágmarki um kr. 33.000 miðað við fullt starf. Tímakaup í dagvinnu hækki samsvarandi.
  • Desember- og orlofsuppbót taki hækkunum
  • Eingreiðsla mæti þeim launahækkunum sem varð umfram almennar kjarasamningshækkanir á síðasta samningstímabili

Því verður ekki haldið fram með sanngjörnum rökum að þessar kröfur séu óaðgengilegar.