Lífeyrissjóðurinn Gildi

Samkvæmt lögum eiga allir launamenn að eiga aðild að lífeyrissjóði sinnar starfsstéttar.

 

Á almennum markaði skal leggja fyrir að lágmarki 15,5% af heildarlaunum, fyrir skatt.

 

Launamaðurinn leggur til 4% og atvinnurekandi að lágmarki 11,5%, en mótframlagið ræðst af kjarasamningum.

Greiðslur í lífeyrissjóð hefjast í næsta mánuði eftir 16 ára afmæli og lýkur í þeim mánuði sem viðkomandi verður 70 ára.

Launagreiðandi ber ábyrgð á að iðgjöld skili sér til sjóðsins.

 

Til að tryggja rétt skil þarf starfsmaður að bera saman launaseðla og greiðsluyfirlit frá lífeyrissjóðnum.

Verði einhver misbrestur á geta lífeyrisréttindi glatast.