Skip to main content

Nú stendur yfir ljósmyndasýningin 30 samvinnuhús í Hafnarfirði, á planinu þar sem Kaupfélag Hafnfirðinga var á sínum tíma – milli Fjarðar og Pennans. Myndirnar eru einkum af þeim húsum sem í hefur verið samvinnustarfsemi, en segir um leið sögu samvinnustarfsemi í bænum.

Verkalýðsfélagið Hlíf var mikilvægur gerandi í þessari starfsemi og kemur því mjög við sögu á sýningunni og styrkti uppsetningu hennar. Sýningin verður opin út september og aðgangur er ókeypis. Félagar og aðrir eru hvattir til að skoða sýningu og lesa söguna af textaspjöldunum sem fylgja myndunum.