Skip to main content
search
FréttirUncategorized

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands sendi frá sér ályktun vegna kjaradeilunnar við Ríó Tinto Alcan i Straumsvík

By 18.11.2015apríl 12th, 2019No Comments
ATHUGIÐ, Eftirfarandi efni var srkáð fyrir meira en 1 ári.

Reykjavík 18. nóvember 2015

Samkomulag um ný og betri vinnubrögð í uppnámi
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði hið fyrsta frá kjarasamningi á milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga. Síðustu mánuði hefur verið lögð mikil vinna í að móta nýtt íslenskt samningalíkan að norrænni fyrirmynd. Staðan sem upp er komin í Straumsvík og framganga SA í málinu er afleitt innlegg í það samkomulag sem aðilar á vinnumarkaði skrifuðu undir fyrir fáeinum dögum. Það er með miklum ólíkindum að SA skuli ganga erinda Rio Tinto og halda starfsmönnum eins fyrirtækis í gíslingu. Þannig er komið í veg fyrir að þeim verði boðin sama launahækkun og flestir launamenn á íslenskum vinnumarkaði hafa fengið.

ASÍ hvetur SA til að starfa í anda þess samkomulags sem undirritað var 27. október sl. og ganga frá kjarasamningi við starfsmenn álversins í Straumsvík. Að öðrum kosti er trúverðugleiki SA farinn fyrir lítið og samkomulag um ný og betri vinnubrögð á íslenskum vinnumarkaði komið í fullkomið uppnám.