Skip to main content
search
FréttirUncategorized

Nýir kjarasamningar

By 10.05.2011apríl 12th, 2019No Comments
ATHUGIÐ, Eftirfarandi efni var srkáð fyrir meira en 1 ári.

Eftir langar og strangar viðræður, þar sem í raun gat brugðið til beggja vona allan tímann, var loks skrifað undir nýja kjarasamninga í húsakynnum ríkissáttasemjara 4. maí sl.  Nýja kjarasamninginn, sem felur í sér verulegar kjarabætur fyrir launafólk,  má sjá hér og einnig undir kjarasamningar.  Þá má sjá yfirlýsingu tengda nýjum samningum hér og helstu atriði hins nýja kjarasamnings hér.   Þar segir m.a. „Stéttarfélögin hafa lagt áherslu á að tryggja félagsmönnum sínum launahækkanir þessa árs, en fullyrða má að þær kjaraviðræður sem fram hafa farið á undanförnum mánuðum séu þær erfiðustu sem átt hafa sér stað um áratuga skeið. Fyrir utan erfitt efnahaglegt árferði var ýmislegt annað sem truflaði.“  Þá hefur ríkisstjórnin gefið út sérstaka yfirlýsingu vegna samninganna og hana má sjá hér.