Skip to main content
search
FréttirUncategorized

Nýr bústaður í Munaðarnesi

By 11.02.2010apríl 12th, 2019No Comments
ATHUGIÐ, Eftirfarandi efni var srkáð fyrir meira en 1 ári.

Nýr bústaður í Munaðarnesi

Hlíf hefur tekið í notkun nýtt sumarhús í Munaðarnesi. Aðstaða er öll til fyrirmyndar, en húsið er búið öllum helstu þægindum. Þar má nefna heitan pott, flatskjá, DVD spilara og gasgrill. Bústaðurinn var keyptur fokheldur árið 2007 en var fullgerður nú í sumar. Stærð hans er 65 fermetrar og stór verönd er í kringum húsið. Fyrir á félagið fimm sumarhús. Tvö í Vaðnesi, tvö í Ölfusborgum og eitt í Húsafellsskógi. Þá á félagið þrjár orlofsíbúðir á Akureyri. Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar segir nýja bústaðinn mjög þakkláta viðbót við þann fjölda sumarhúsa sem félagið á fyrir. Þannig verði biðtími eftir að fá bústað á leigu skemmri en verið hefur.