Skip to main content

Nýgerður kjarasamningur Hlífar og 16 annarra aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta í öllum félögunum.

Hjá Verkalýðsfélaginu Hlíf var samningurinn samþykktur með 80,65% greiddra atkvæða, 13,71% sögðu nei og 5,65% tóku ekki afstöðu.  Þegar öll félögin eru skoðuð saman, var samningurinn samþykktur með 86,71% atkvæða. Samningurinn gildir frá 1. nóvember.