Skip to main content

Formaður Félags íslenskra félagsliða, Sigurbjörg Sara Róbertsdóttir heimsótti okkur á skrifstofu Hlífar í gær. Lengi hefur staðið til að hafa þennan fund, en það tókst ekki fyrr en í gær að koma því heim og saman.

Sigurbjörg fræddi okkur um starf félagsins, sem er ekki stéttarfélag, heldur fagfélg og kynnti helstu áherslur. Það skiptir miklu máli fyrir alla aðila að á milli sé gott samband og að stéttarfélögin séu meðvituð um hvaða sérmál brenna á félagsliðum.

Félagsliðar eru í fjölmörgum stéttarfélögum víðsvegar um landið, bæði SGS félögum og félögum opinberra starfsmanna. Eðlilega er samráðið mest við SGS, enda eiga öll almennu verkalýðsfélögin á almenna markaðnum sameiginlega vettvang þar. Það skiptir þó líka máli að gott samband sé sé við einstök félög, því það geta komið upp ýmis staðbundin mál.

Helstu verkefni félagsins núna snúast um að tryggja að starfslýsingar falli að raunverulegum verkefnum. Þeim verkefnum sem félagsliðar sinna hefur fjölgað og ábyrgð þeirra á mörgum vinnustöðum hefur aukist, án þess að þess sjái stað í starfslýsingum og að tekið sé tillit til þess í launum.

Félagsliðar leggja mikla áherslu á að starfið hljóti löggildingu og að námseiningum í félagsliðanáminu sé fjölgað í um 200 einingar, úr 120.