Skip to main content
search
ATHUGIÐ, Eftirfarandi efni var srkáð fyrir meira en 1 ári.

Ólafur Pétursson, sem átt hefur sæti í stjórn og varastjórn Hlífar í vel á annan áratug, lét af störfum á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær. Ólafur átti ár eftir af tveggja ára kjörtímabili, en kaus að hætta á þessum tímapunkti.

Ólafur ávarpaði fundinn og sagðist telja eðlilegt að menn sætu ekki í hið óendanlega. Þegar þeir hættu þátttöku á vinnumarkaði, rofnuðu tengsl sem væru nauðsynleg til að geta sinnt starfinu sem skyldi.

Kolbeinn Gunnarsson, formaður félagsins þakkaði Ólafi óeigingjarnt og gott starf þann tíma sem hann hefur tekið þátt í störfum stjórnar. Hann hafi alltaf lagt gott til mála, haft sterkar skoðanir á málefnum og látið þær heyrast.

Á aðalfundinum voru ársreikningar afgreiddir, lýst kjöri stjórnar og önnur lögbundin verkefni aðalfundar afgreidd. Niðurstöður kjara- og viðhorfskönnunar sem Gallup gerði voru kynntar og auk þess stefnumótunarvinna stjórnar og nokkur umbótaverkefni sem af henni leiða.