Orlofshús Hlífar

Búið er að opna fyrir bókanir í orlofshús Hlífar á vef félagsins.

Félagsmenn þurfa að vera með rafræn skilríki til að getað bókað orlofshús og borgað.

Ef félagsmaður á ekki rafræn skilríki verður hann að koma eða hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 5100800. Einungis er hægt að bóka hús vegna vetrarleigu þar sem sumar og páska úthlutanir fara eftir punktakerfi.

Smelltu HÉR til að komast inn á bókunarvef orlofshúsa.

 
Félagið á 9 orlofshús og 3 orlofsíbúðir til útleigu fyrir félagsmenn sína.
Útleiga orlofshúsa/íbúða er með eftirfarandi hætti.
 
Orlofshús/íbúðir eru á eftirtöldum stöðum:
Furulundur 8C, 10N og 10R, Akureyri.
Kjarrbraut 8 og 10, Vaðnesi, með heitum potti.
Ölfusborgir, hús no. 17 og 35, Hveragerði, með heitum potti.
Stórarjóður 8, Húsafelli, með heitum potti.
Kolás 12 og 12a, Munaðarnesi, Borgarfirði, með heitum potti.
Borgarhlíð 2 og 4, Stykkishólmi, með heitum potti.
 
Gasgrill er í öllum húsum félagsins.
 
Leiguverð orlofshúsanna er:
Vikuleiga kr. 25.000,- 
Helgarleiga kr. 17.000,-
Fyrir hvern byrjaðan dag kr. 3.500,-
 
 
Vetrartími
Orlofshúsin eru öll leigð yfir vetrartímann ásamt einni íbúð á Akureyri.
Ekki er farið eftir punktakerfi yfir veturinn að undanskilinni páskaviku, en þá gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær, svo gott er að hafa tímann fyrir sér hugi félagsmenn á dvöl yfir veturinn.
Tvær íbúðir á Akureyri eru leigðar skólafólki yfir veturinn. Gott er fyrir félagsmenn að hafa það í huga ef þeir eða börn þeirra hyggja á nám norðan heiða.
 
Eldriborgarar og öryrkjar athugið!
Þeir sem farnir eru af vinnumarkaði vegna aldurs eða örorku og voru félagsmenn í Hlíf fram að þeim tíma greiða hálft helgarleiguverð fyrir leigu frá mánudegi til föstudags yfir vetrartímann.
 
 

Kjóstu hér!

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning.

Leiguverð orlofshúsa/íbúða

Vikuleiga er frá föstudegi til föstudags kr. 25.000,-
Helgarleiga frá föstudegi til mánudags kr. 17.000,-
Fyrir hvern byrjaðan dag kr. 3.500,-
 
Dýrahald er bannað í öllum húsum/íbúðum félagsins.
Skila á húsum/íbúðum vel ræstum og hreinum að dvöl lokinni og grillum.

Lögfræðiaðstoð Hlífar

Lögmenn Vlf. Hlífar eru með viðtalstíma á skrifstofunni milli kl. 11 og 12 annan hvern föstudag. Ath að það þarf að panta tíma fyrirfram.

 

Fræðslusjóður Hlífar

Sjóðurinn er ætlað að styrkja þá félagsmenn sem sækja sér menntun á almennum fræðslumarkaði.

Orlofshús Hlífar

Hlíf 9 orlofshús and 3 orlofsíbúðir
.

Innskráning