Skip to main content
search
ATHUGIÐ, Eftirfarandi efni var srkáð fyrir meira en 1 ári.

Föstudaginn 1. mars opnar bókunarvefurinn fyrir umsóknir um orlofshús um páskana. Sækja þarf um fyrir páskaúthlutun fyrir 15. mars. Opnað verður fyrir bókanir vegna sumarúthlutunar 17. mars.

Vegna páskaúthlutunar þarf að vera búið að greiða 22. mars. Ef ekki er búið að ganga frá greiðslu fyrir tilsettan tíma, verður endurúthlutað.

Úthlutun vegna páska og sumarúthlutunar byggir á áunnum punktum, þannig að röð umsókna skiptir ekki máli, einungis að sótt sé um áður en umsóknarfresti lýkur.

Til að bóka á vefnum, þarf umsækjandi að vera með rafræn skilríki. Sé félagsmaður ekki með rafræn skilríki þarf hann að koma á skrifstofuna, eða hafa samband í síma 5100800.