Skip to main content

Orlofshúsum lokað til mánaðamóta

By 03.04.2020apríl 24th, 2020Fréttir
Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

Ákveðið hefur verið að verða við hvatningu Almannavarna og Landlæknis að loka orlofshúsum og -íbúðum félagsins frá 6. – 30. apríl. Haft verður samband við þá sem hafa bókað í dag og eftir helgi.

Þeir sem hafa þegar greitt, fá endurgreitt. Þeir sem fengu úthlutað um páskana, halda sínum puntkum.

Þetta er í samræmi við ákvörðun margra annarra verkalýðsfélaga.

Þetta var ákveðið af stjórn Orlofshúsasjóðs Hlífar í dag.