Skip to main content

Punktasöfnun

By 28.10.2010apríl 12th, 2019Fréttir, Uncategorized
Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

Punktasöfnun í orlofshúsa/íbúða kerfinu

Félagsmenn Hlífar ávinna sér tvo punkta á mánuði sem gera 24 punkta á ári.

Fyllsti réttur innan punktakerfisins er 288 punktar sem er 12 ára söfnun, eftir það fellur elsta árið frá og nýtt bætist við, þannig að kerfið tekur alltaf mið af síðastliðnum 12 árum.

 

Um brottfall punkta við úthlutanir á orlofshúsum/íbúðum

Misjafnt er eftir tímabilum hvað margir punktar falla niður við úthlutun á orlofshúsi/íbúð. Hér fyrir neðan er hægt að sjá hvernig punktakerfið virkar við úthlutanir.

Á sumarorlofstímabilinu gilda eftirfarandi reglur:

Á tímabilunum 15. maí til 25. júní og 13. ágúst til 15. september falla niður 48 puntar við úthlutun.

Og á tímabilinu 25. júní til 13. ágúst falla niður 60 punktar við úthlutun.

 

Um páskana gildir eftirfarandi regla:

36 punktar falla niður við úthlutun á orlofshúsi/íbúð um páska.

 

Yfir vetrartímann gildir eftirfarandi:

Punktakerfið er  ekki virkt á tímabilinu 16. september til 14. maí að páskavikunni undanskilinni.