Skip to main content

Alþýðusamband Íslands leggur áherslu á uppbyggingu til framtíðar, í þágu almennings, en ekki í þágu sérhagsmuna. Þetta snýst því ekki um endurreisn í óbreyttri mynd, heldur uppbyggingu á öðrum forsendum

Forysta ASÍ efndi til blaðamannafundar nú síðdegis, þar sem kynnt voru leiðarljós ASÍ í þessari uppbyggingu, undir heitinu Rétta leiðin – frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll.

Fram kemur, að almenningur eigi skýlausa kröfu á því að taka þátt í ákvörðunum og stefnumótun, þegar verið sé að veita hundruðum og þúsundum milljóna til stuðnings fyrirtækjum vegna áhrifa af Covid-19.

Í lokaorðum Réttu leiðarinnar segir:

Á krepputímum keppast sérhagsmunaöfl við að bæta stöðu sína. Frá síðustu kreppu hafa hinir ríku orðið ríkari, bæði á alþjóðavísu og á Íslandi. Nú er mál að linni; tímabært er að snúa strax af þessari braut og tryggja að aðgerðir vegna kreppunnar stuðli að jöfnuði og almennum lífsgæðum. Með þessum tillögum er settur fram vegvísir að uppbyggingu öflugs og réttláts samfélags fyrir okkur öll.

Rétta leiðin – Bæklingur

Rétta leiðin – Glærukynning