Skip to main content

Notaðar námsbækur eru ódýrastar hjá A4 og þar er einnig mesta úrvalið. Oft munar tugum prósenta á verði. Nýjar námsbækur reyndust ódýrastar hjá Pennanum Eymundsson. Þetta kemur fram í verðkönnun sem Verðlagseftirlit ASÍ gerði fyrir helgi.

Það borgar sig fyrir framhaldsskólanemendur að kaupa notaðar námsbækur sé það mögulegt enalgengt var að yfir 100% verðmunur sé á nýjum og notuðum bókum. Sem dæmi má taka verðmun á bókinni Almenn Jarðfræði en 112% munur er á nýrri og notaðri slíkri bók í Pennanum Eymundsson.Verðmunurinn var enn meiri á sömu bók í A4 eða 144%. Í Heimkaup má nefna að 166% verðmunurvar á Stærðfræði 3000 en ný bók kostaði 5.290 kr. en notuð 1.990 kr.

Nánar á vef ASÍ um könnun á verði notaðra bóka.

Nánar á vef ASÍ um könnun á verði nýrra, ónotaðra bóka.

Tafla um verðsamanburð á nýjum bókum.