Skip to main content

Samið við Kerfóðrun ehf

Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

Gengið hefur verið frá kjarasamningi milli Verkalýðsfélagsins Hlífar, VM (félags vélstjóra og málmtæknimanna og FIT (félags iðn- og tæknigreina) annars vegar og Kerfóðrunar ehf hins vegar.

Samningurinn er á svipuðum nótum og aðrir samningar á almennum vinnumarkaði.

Greidd hafa verið atkvæði um samninginn. Á kjörskrá voru 29 og greiddu allir atkvæði. Samningurinn var samþykktur af um 80%, 17% voru á móti og einn seðill var auður.