Fréttir

Samið við Kerfóðrun ehf

Gengið hefur verið frá kjarasamningi milli Verkalýðsfélagsins Hlífar, VM (félags vélstjóra og málmtæknimanna og FIT (félags iðn- og tæknigreina) annars vegar og Kerfóðrunar ehf hins vegar.

Samningurinn er á svipuðum nótum og aðrir samningar á almennum vinnumarkaði.

Greidd hafa verið atkvæði um samninginn. Á kjörskrá voru 29 og greiddu allir atkvæði. Samningurinn var samþykktur af um 80%, 17% voru á móti og einn seðill var auður.