Skip to main content

Í dag var gengið frá kjarasamningi Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Í meginatriðum er samningurinn á svipuðum nótum og aðrir kjarasamningar sem gerðir hafa verið undanfarna mánuði, auk þess sem ýmis ákvæði og bókanir eiga sérstaklega við um þann hóp sem samningurinn nær til.

Samningurinn verður kynntur fljótlega, bæði hér á vefnum og á fundum. Gert er ráð fyrir því að atkvæðagreiðsla hefjist 10. júlí og henni ljúki 20. júlí.

Samningurinn nær til starfsfólks á Hrafnistuheimilunum í Hafnarfirði og Garðabæ og starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hrafnistu Hlévangi og Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ.