Skip to main content

Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

Sigurður T. Sigurðsson, fyrrverandi formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, er látinn, 88 ára að aldri.

Sigurður fæddist í Hafnarfirði 5. júlí 1931 og bjó þar alla tíð. Sigurður hóf snemma að vinna almenn verkamannastörf, fyrst hjá Kaupfélagi Hafnfirðinga, þá nýfermdur. Sigurður útskrifaðist frá Flensborgarskólanum árið 1949 og vann við sjómennsku og ýmis verkamannastörf að námi loknu.

Sigurður kynntist ungur verkalýðsmálum. Faðir hans var stjórnarmaður í Hlíf á árunum 1940-1950 og sjálfur gerðist Sigurður félagsmaður eftir að hann lauk námi.

Árið 1981 varð Sigurður T. starfsmaður félagsins, Hann sat í stjórn félagsins frá 1973-1978 og frá 1981-2008. Sigurður var formaður félagsins frá 1987-2002.

Stjórn og starfsfólk Verkalýðsfélagsins Hlífar þakkar Sigurði T. Sigurðssyni samfylgdina og óeigingjarnt starf hans í þágu félagsins og hafnfirsks launafólks.

is Icelandic
X