Sjúkrasjóður

Þegar veikindi eða slys ber að höndum er gott að geta leitað til stéttafélagsins.

Þegar greiðsluskyldu atvinnurekanda líkur á sjóðfélagi rétt til greiðslu dagpeninga sem getur numið allt að 80% af meðaltals launum síðastliðna 4 mánuði fyrir tekjutap en þó með ákveðnu hámarki.

Fyrir breytingu voru dagpeningar miðaðir við lágmarkstekjur á hverjum tíma samkvæmt kjarasamningi félagsins á almennum vinnumarkaði. Er þetta því mikil réttarbót fyrir sjóðfélaga.

Hér má finna reglugerð sjúkrasjóðs Verkalýðsfélagsins Hlífar í heild sinni.

Sjúkrasjóður Hlífar hefur ýmsa aðra styrkir en sjúkradagpeninga og til að öðlast rétt til þeirra styrkja þá er almenna reglan sú að greitt hafi verið til sjóðsins af félagsmanni í fulla 12 mánuði eða lengur. Í einstaka tilfellum getur verið um styttri tíma að ræða og er það þá tiltekið í viðkomandi bótaflokki.

Hér er að finna reglur um aðra bótaflokka en sjúkradagpeninga.

Prentið út viðeigandi umsóknareyðublað fyllið út og komið með á skrifstofu Hlífar. Einnig er hægt að fylla út  eyðublað á skrifstofunni.

Umsóknareyðublað fyrir Sjúkradagpeningar

Umsóknareyðublað fyrir Aðrir styrkir

Umsóknareyðublað fyrir Dánarbætur


alt

Til að geta lesið skjöl þau sem birt eru á þessari síðu og eru af gerðinni Adobe Acrobat PDF þarf Acrobat reader að vera sett upp á tölvu lesandans. Smellið á merkið til að fara á vef Adobe og sækja Acrobat reader.

 

Kjóstu hér!

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning.

Lögfræðiaðstoð Hlífar

Lögmenn Vlf. Hlífar eru með viðtalstíma á skrifstofunni milli kl. 11 og 12 annan hvern föstudag. Ath að það þarf að panta tíma fyrirfram.

 

Fræðslusjóður Hlífar

Sjóðurinn er ætlað að styrkja þá félagsmenn sem sækja sér menntun á almennum fræðslumarkaði.

Orlofshús Hlífar

Hlíf 9 orlofshús and 3 orlofsíbúðir
.

Innskráning