Sjúkrasjóður Hlífar

Dagpeningar

Þegar greiðsluskyldu atvinnurekanda lýkur, á sjóðfélagi rétt til greiðslu dagpeninga í allt að fjóra mánuði (120 dagar).

Greiðslan getur numið allt að 80% af meðaltals launum síðastliðna 6 mánuði fyrir tekjutap en þó með ákveðnu hámarki.

Skilyrði fyrir styrk er greitt hafi verið af félagsmanni samfellt síðastliðna 6 mánuði til sjúkrasjóðs Hlífar.

 

  • Styrkupphæð miðast við að greitt hafi verið 1% af lágmarkslaunum á hverjum tíma fyrir fullt starf (100 %).
  • Greitt er hlutfallslega fyrir fólk í hlutastörfum.