Skip to main content

Drífa Snædal, forseti ASÍ segir tillögur ríkisstjórnarinnar í skattamálum mikil vonbrigði og þær muni ekki liðka fyrir kjarasamningum. Illa sé farið með það fé sem hafi verið eyrnamerkt í þetta verkefni – t.d. með því að lækka skatta upp allan stigann. Auk þess sé engin viðbótartekjuöflun, svo sem með hækkun auðlindagjalda og fjármagnstekjuskatts, auk hátekjuskatts. Ekki sé bætt í barnabóta- og húsnæðiskerfin umfram það sem þegar hefur verið gert og fjárveitingar í barnabætur hafi ekki náð raungildi ársins 2010. Að sögn Drífu dugar skattalækkun hjá þeim hópum sem ekki ná endum saman varla fyrir einni ferð í Bónus – og hún komi einhvern tíma á næstu þremur árum.