Skip to main content

Skipulögð glæpastarfsemi er ein stærsta ógn sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir. ASÍ hefur um árabil bent á þessar hættur og reynt að uppræta starfsemi sem komist hefur upp um.

Ríkislögreglustjóri gaf út skýrslu um málið nýverið, þar sem varað var við þessari meinsemd og hver man ekki eftir Kveiksþættinum frá í vetur?

Í nýjasta hlaðvarpi ASÍ er fjallað um málið og rætt við Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ, sem hefur haft þetta viðfangsefni á sinni könnu um árabil hjá sambandinu og Maríu Lóu Friðjónsdóttur, sem er verkefnisstjóri í vinnustaðaeftirliti ASÍ.

Þetta kemur öllum við. Við eigum aldrei að láta það líðast að félagar okkar séu hlunnfarnir. Svikin bitna samt á fleirum – þau bitna á samfélaginu öllu. Skattar skila sér ekki í ríkiskassann og minna er til ráðstöfunar til að halda upp menntakerfi, vegakerfi og heilbrigðiskerfi, svo eitthvað sé nefnt.

Það er óvitlaus hugmynd að hlusta á hlaðvarpið í matar- eða kaffitímanum.