Skip to main content

Stjórnendur Sóltúns, sem fyrir nokkru tók við rekstri hjúkrunarheimilisins Sólvangs í Hafnarfirði, hyggjast greiða starfsfólki Sólvangs 105 þúsund króna eingreiðslu (mv. 100% starf) inn á væntanlegan kjarasamning þann 1. september næstkomandi, en ekki 1. ágúst eins og verið hefði ef Sólvangur væri enn rekinn af ríkinu. Þetta er í samræmi við það sem önnur fyrirtæki í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa ákveðið (t.d. Hrafnista).

Verkalýðfélagið Hlíf hefur komið því á framfæri við stjórnendur að þar sem ekki hafa verið gerðir nýir kjarasamningar frá því að Sóltún yfirtók reksturinn, gildi ákvæði þess samnings sem var í gildi við aðilaskiptin og ákvarðanir í tengslum við hann, þar til samið hefur verið um annað.