Skip to main content

Það er ljóst að hljóðið í félagmönnum Hlífar og annarra SGS er farið að þyngjast verulega vegna seinagangs í viðræðum við sveitarfélögin og ríkið. Viðræður hafa staðið yfir meira og minna frá í vor – án niðurstöðu.

Í gær, fimmtudaginn 19. desember var fundað með samninganefnd sveitarfélaganna. Næsti fundur hefur verið boðaður 13. janúar. Í millitíðinni er gert ráð fyrir að vinnuhópur um málefni vaktavinnufólks verði að störfum.

Fundað var í deilunni við ríkið þann 16. desember og næsti fundur verður 8. janúar. Þó svo það sé ekki margir ríkisstarfsmenn í Hlíf, er ljóst að málefni félagsmanna sem vinna á Hrafnistu og Sólvangi eru í bið á meðan ekki semst við ríkið.

Þolinmæði félagsmanna í Hlíf og öðrum aðildarfélögum SGS er senn á þrotum og ljóst, að ef ekki sést til lands á næstunni er ljóst að beita þarf aðgerðum til að knýja fram niðurstöðu.

Sagt er frá stöðunni í deilunni við Ísal hér.