Skip to main content

Staðan í samningaviðræðum við Alcan.

By 19.07.2011apríl 12th, 2019Fréttir, Uncategorized
Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

Síðasti fundur hjá ríkissáttasemjara sem haldinn var 7. Júlí, fundurinn var árangurslaus og ákvað ríkissáttasemjari því að gert yrði hlé á viðræðum til 4. ágúst. Á fundinum var farið yfir samantekt aðaltrúnaðarmanns á þeim atriðum sem standa út af borðinu til að hægt sé að ljúka kjarasamning. Aðal ágreiningurinn er um innfærslu á hluta af bónusum  inn í grunnlaun við breytingar á bónusum. Við erum ekki til að semja um kerfisbreytingu á bónusum á núlli heldur viljum við nota ávinning á bónusum  til hækkunar á grunnlaunum. Að öðrum liðum hefur þetta verið að mjakast og nokkuð af textavinnu komið í enda.

Næsti fundur er boðaður af ríkissáttasemjara þann 4. ágúst kl 13:00.

Ef ekkert er að gerast á næstu fundum er staðan sú að boða þarf félagsfundi með starfsmönnum og fara yfir stöðu mála og ákveða næstu skref.

Translate »