Skip to main content

Stjórnarkjör Hlífar 2016

By 4.03.2016April 12th, 2019Fréttir, Uncategorized

Stjórnarkosningar í Verkalýðsfélaginu Hlíf

Hafin er stjórnarkosning í Verkalýðsfélaginu Hlíf samkvæmt A-lið 22. gr. laga félagsins:

1. Formaður, ritari og tveir meðstjórnendur kosnir til tveggja ára.

2. Tveir varamenn í stjórn kosnir til tveggja ára.

3. Tveir félagslegir skoðunarmenn reikninga og einn til vara kosnir til eins árs.

4. Stjórn sjúkrasjóðs, formaður, varaformaður og ritari kosnir til eins árs og jafn margir til vara.

Atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn í Verkalýðsfélaginu Hlíf.

Kjörgögn og kynningarefni hefur verið sent út samkvæmt kjörskrá.

Fái einhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki send kjörgögn, getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu Hlífar  Reykjavíkurvegi 64  220 Hafnarfirði og fengið sig færðan á kjörskrá, sé hann þar ekki þegar og greitt atkvæði. Leggja þarf fram gögn, svo sem launaseðil, sem sanni afdregin félagsgjöld til Vlf. Hlífar.

Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 12.00 þriðjudaginn 15. mars en þá lýkur kosningunni.

Athugið. Til þess að tryggt sé að atkvæðið berist kjörstjórn fyrir lok tímafrests þá er nauðsynlegt að póstleggja svarumslagið í síðasta lagi sunnudaginn 13. mars.

En þeir sem það vilja geta skilað svarumslaginu á skrifstofu Hlífar til kl. 12.00 þriðjudaginn 15. mars.

 

Það bárust tveir listar:  A-listi borinn fram af Uppstillinganefnd Hlífar og C-listi borinn fram af Sigurði J. Haraldssyni og fleirum

Kynning á framboðum til stjórnar og varastjórnar 2016 er að finna hér

Kynningarefni A-lista                                           Kynningarefni C-lista