Fréttir

Stuðningur við aðgerðir Eflingar

By 06.03.2019 apríl 18th, 2019 No Comments

Verkalýðsfélagið Hlíf lýsir yfir fullum stuðningi við boðað verkfall félaga í Eflingu 8. mars nk. Við hvetjum félagsmenn Hlífar til þess að ganga alls ekki í störf félagsmanna Eflingar komi til verkfalls.

Samninganefnd SGS hefur jafnframt samþykkt stuðningsyfirlýsingu við aðgerðir Eflingar.

Á fundi sínum síðdegis í dag, miðvikudag, samþykkti miðstjórn ASÍ yfirlýsingu til stuðnings aðgerðum Eflingar.