Skip to main content

Innskráning

1
Innskráning með rafrænum skilríkjum
2
Innskráning með lykilorði

Félagsmaður skráir sig inn á Mínar síður af heimasíðu félagsins, www.hlif.is.

Hægt er að nota rafræn skilríki, Íslykil eða lykilorð sem félagið gefur út.

Fyrirhugað er að hætta notkun eigin lykilorða á næstu mánuðum og eftir það verður aðeins hægt að nota rafræn skilríki eða Íslykil.

  • 1. Þegar smellt er á Rafræn innskráning, flyst félagsmaður yfir á innskráningarsíðu Ísland.is og getur þar valið á milli þess að skrá sig inn með Íslykli eða farsímanúmeri.
  • 2.Enn er hægt er að skrá sig inn með lykilorði, en það er samt háð því að félagið eigi netfang félagsmanns í gagnagrunni.

Persónublað

1
text 1
2
text 2
3
text 3
4
text 4
5
6
7
8

Persónublaðið veitir góða yfirsýn yfir stöðu hvers félagsmanns.

Á því má finna yfirlit yfir félagsgjöld (sem endurspegla heildarlaun), skipt eftir mánuðum og atvinnurekendum.

Jafnframt má sjá réttindi í sjóðum og hvernig þau hafa verið nýtt.

Í flestum tilvikum er hægt að sækja ítarlegri upplýsingar um hvert atriði.

  • 1. Félagsmaður á sérstaka flipa fyrir flest undirkerfi Tótal. Þannig er hægt að sjá alla styrki úr sjúkrasjóði, yfirlit yfir sjúkradagpeninga, orlofsleigur, fræðslustyrki og iðgjaldasögu yfir lengri tíma en birtist á persónublaðinu.
  • 2. Tungumálafáni sýnir á hvaða tungumáli félagsmaður skoðar Mínar síður. Það hjálpar starfsfólki að ákveða á hvaða tungumáli til dæmis skeyti til viðkomandi félagsmanns fara. Þegar send eru fjöldaskeyti á marga félagsmenn og þau eru á þremur tungumálum – ræður þessi merking hvaða skeyti hver félagsmaður fær.
  • 3. Hér er hægt að breyta hluta persónuupplýsinga, svo sem að setja inn eða breyta upplýsingum um símanúmer, netfang og bankareikning. Einnig er hægt að skrá annað póstfang ef félagsmaður hefur aðsetur annars staðar en á lögheimili.
  • 4. Hér er hlekkur til að bóka orlofsíbúð eða orlofshús. Einnig kemur fram hversu marga leigudaga félagsmaður getur bókað.
  • 5. Hér eru hlekkir til að sækja annars vegar um styrk úr sjúkrasjóði og hins vegar sjúkradagpeninga. Einnig kemur hér fram hversu mikil réttindi félagsmaður hefur. Félagsmaður sem er að hefja störf getur verið nokkra mánuði að öðlast 100% rétt.
  • 6. Hér er hlekkur á umsókn úr menntasjóðum og hér sést í hvaða menntasjóðum félagsmaður á réttindi. Ef félagsmaður á rétt í tveimur menntasjóðum, samtals 100% – leggur félagið réttinn saman til að greiða fullan styrk. Rafrænar umsóknir um styrki úr fræðslusjóðum verða virkjaðar í byrjun ársins 2023.
  • 7. Yfirlitsglugginn yfir Félagsmannasjóð birtist eingöngu hjá þeim sem starfa eftir sveitarfélagasamningnum, það er hjá starfsfólki; Hafnarfjarðarbæjar, Garðabæjar, Hjallastefnunni og öðrum sjálfstæðum skólum.
  • 8. Hér er flýtisýn á það sem er í gangi hverju sinni – sem sagt tvær síðustu hreyfingar í hverjum flokki í kerfinu.

Að bóka orlofseign

1
2
3
4
5

Á bókunarsíðunni sjást landsvæðin með orlofseignum félagsins.

Þegar smellt er á eitthvert svæðið (Munaðarnes í þessu dæmi) opnast listi yfir eignirnar þar og um leið sést bókunarstaða hverrar eignar á viðkomandi tímabili.

Til að komast inn á bókunarsíðuna, er smellt á Bóka orlofseign í orlofsrammanum á persónublaðinu.

Bókunarflipi

Hægt er að framkvæma ýmsar aðgerðir og fá upplýsingar þegar farið er á bókunarflipann á persónublaðinu, svo sem yfirlit yfir fyrri leigur og fleira.

  1. Félagsmenn geta nálgast leigusamning sinn hér um leið og leiga er fullgreidd. Leigusamningur verður ekki til fyrr en leiga er greidd – en þá birtist hann hér í pdf formi.
  2. Ef félagsmaður vill fá leigusamninginn í tölvupósti er nóg að smella á umslagið.
  3. Óski félagsmaður eftir að setja athugasemd við leigu – til dæmis ábendingu til félagsins um eitthvað sem betur má fara – er hægt að gera það hér.
  4. Þegar smellt er á i – opnast upplýsingagluggi, þar sem flestallar aðgerðir sem tengjast bókuninni eru birtar. Hægt er að vista þessa aðgerðasögu í Excel.
  5. Þegar félagsmaður bókar orlofsleigu, þarf að greiða 1.000 króna staðfestingargjald. Um leið stofnast krafa í heimabanka félagsmanns, fyrir eftirstöðvum leigufjárhæðar. Kröfuna þarf að greiða í síðasta lagi 10 dögum fyrir upphaf leigu, annars fellur leigan niður.

Að sækja um styrk úr sjúkrasjóði

1
2
3
4
5
6

Þegar smellt er á Sækja um styrk í sjúkrasjóðsrammanum á persónublaðinu, birtist þessi síða.

  1. Það fyrsta sem þarf að velja er tegund styrks úr felliglugga, til dæmis Hjartavernd. Þá birtast upplýsingarnar á skýringarmyndinni. Þar kemur fram, hver er hámarksfjárhæð þessarar styrktegundar, hvaða gögnum þarf að skila og hvaða skilyrði gilda um þennan tiltekna styrk. Þessar upplýsingar eru mismunandi eftir því hvaða styrkur þetta er.
  2. Næst er að hlaða upp þeim gögnum sem þurfa að liggja fyrir til að hægt sé að afgreiða umsókn, til dæmis greiðslukvittun.
  3. Skrá þarf upplýsingar um útgefanda kvittunar.
  4. Upplýsingar um umsækjanda þurfa að liggja fyrir, svo sem; nafn, kennitala, farsími, netfang og bankaupplýsingar. Öðruvísi er ekki hægt að ljúka afgreiðslu. Liggi þessar upplýsingar fyrir í kerfinu, birtast þær sjálfkrafa hér.
  5. Hér birtast upplýsingar um réttindi umsækjanda í sjóðnum til að fá þann styrk sem verið er að sækja um. Ef umsækjandi hefur til dæmis fengið sams konar styrk síðastliðna 6 eða 12 mánuði (eftir styrktegund), er of skammur tími liðinn frá síðasta styrk og þá birtast upplýsingar um það hér. Rétturinn endurnýjast síðan þegar tilskilinn tími er liðinn frá síðasta sams konar styrk.
  6. Hafi atvinnurekandi ekki skilað inn réttum iðgjöldum, er hægt að leiðrétta það með því að hlaða upp launaseðli og slá inn iðgjaldafjárhæð. Mistök eða trassaskapur atvinnurekanda á ekki að bitna á félagsmanni.

Sjúkradagpeningar

Umsóknarform fyrir sjúkradagpeninga lítur að flestu leyti út eins og formið fyrir styrkina. Mestu munar, að skila þarf inn ýmsum viðbótarvottorðum, svo sem læknisvottorði og vottorði atvinnurekanda, auk upplýsinga um persónuafslátt.