Skip to main content

Þar var fólksins trausta Hlíf!

By 21.11.1937júní 30th, 2021Fréttir, Sögubrot, Tilkynning
Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

Hér er vígið! Við oss talar
Viðkvæm reynsla um liðna tíð:
Gegnum þrautir grárrar malar,
Gegnum þrjátíu ára stríð,
Félag vort var brautarbending,
Benti á nýtt og fyllra líf.
Þar var ætíð þrautar lending.
Þar var fólksins trausta HLÍF.

Eftir Jóhannes úr Kötlum – ort í tilefni af 30 ára afmæli Hlífar