Skip to main content

Tilboð SA um 23.5% hækkun er blekking

By 20.05.2015April 12th, 2019Fréttir, Uncategorized

 

Rangfærslur hjá SA

Samtök atvinnulífsins hafa sett fram tilboð þar sem þau telja sig bjóða fram 23.5% hækkun dagvinnulauna í yfirstandandi samningaviðræðum. Þá hafa samtökin lagt fram breytingar á vinnutímaákvæðum samninga þar sem dagvinnutímabil er lengt um þrjár klukkustundir, matar- og kaffitímar aflagðir og breytingar lagðar til á álagsgreiðslum en við útreikning á þessu tilboði kemur fram að þetta stenst engan veginn skoðun og margt launafólk er að fá lítið sem ekkert út úr tilboðinu. Þannig eru dæmi um að launamenn komi út með hreina launalækkun. Þá er það rangt sem framkvæmdastjóri SA segir að Flóafélögin, Efling, Hlíf, VSFK og VR/LÍV hafi ekki tillögur um annað. Í gær lögðu félögin fram tillögu um breytingar á ákvæðum kjarasamninga til að nálgast fjölskylduvænan vinnumarkað með styttingu vinnutíma og að breytingin yrði unnin með vönduðum hætti með samtökum launafólks þar sem samkomulag um slíkar breytingar ef af yrðu færu í sjálfstæða atkvæðagreiðslu. Það tók Samtök atvinnulífsins nokkrar mínútur að hafna tilboði stéttarfélaganna. Framsetning SA er bygg á rangfærslum og  samtökin bera ábyrgð á að nú stefnir í víðtæk verkföll á mörgum sviðum samfélagsins.

 

Viðræður í strand.   Lesa meira…..