Skip to main content

Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

Verkalýðsfélagið Hlíf og Félagsmálaskóli alþýðu gangast fyrir trúnaðarmannanámskeiði dagana 30. september til 2. október. Um er að ræða 1. hluta trúnaðarmannanámsins. Það er mikilvægt að allir nýir trúnaðarmenn sæki námskeiðið.

Á námskeiðinu er farið yfir hvert hlutverk stéttafélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði er. Einnig er farið í hvert hlutverk trúnaðarmanns er á vinnustað og hvað hann á að gera og hvað ekki og samskipti á vinnustað, hvað veldur slæmum samskiptum og hvernig megi stuðla að góðum samskiptum.

Það er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Rúnar á skrifstofu Hlífar – gra@hlif.is – sími 810 0800.

is Icelandic
X