Skip to main content

Í vikunni lauk öðru trúnaðarmannanámskeiði haustsins. Að þessu sinni var um að ræða Trúnaðarmannanámskeiði 2. Námskeiðið var afar vel heppnað og þátttakendur mjög virkir á námskeiðinu. Farið var yfir launaseðla og launaútreikninga, lífeyrissjóði, almannatryggingar og margt fleira sem getur verið gagnlegt í starfi trúnaðarmannsins. Auk þess var farið yfir starfsemi félagsins og sjóði þess. Í lokin var almenn umræða um félagið, hvernig auka mætti virkni og þjónustu og hvernig mætti efla það sem baráttutæki.