Skip to main content

 

Félagsmenn Hlífar geta nú skráð sig fyrir ókeypis tímaskráningar “appi” sem getur sent tímaskráningu skv. reiknireglum og kjarasamningum í launareiknivél SGS.

Með því að svara nokkrum spurningum á skráningarsíðu þá er hægt að hala niður Curio App tímaskráningaappinu og byrja að skrá vinnustundir í farsíma. Eftir að viðvera hefur verið skráð í appið er hægt að athuga hvort laun og aðrar greiðslur séu í samræmi við kjarasamninga SGS.

Útreikningur
Með einum smelli sendir Curio App skráðar vinnustundir inn í reiknivél SGS og getur félagsmaður skoðað launaútreikning sinn í farsíma sínum í lok mánaðar og borið saman útborguð laun og launaútreikning reiknivélar.

Appið er ætlað þeim sem vinna dagvinnu á tímalaunum en passar ekki fyrir þá sem eru á föstum mánaðarlaunum óháð tímaskráningarskyldu.

Appið er knúið áfram af Curio Time sem er íslenskt tíma- og viðverukerfi

Fáanlegt fyrir bæði IOS og Android snjallsíma

Smelltu til að skrá þig!

Sjá nánari leiðbeiningar um skráningarsíðu og appið hér

Algengar spurningar

 
[faqs style=”accordion”]

Hér er um fyrstu útgáfu af reiknivél SGS að ræða með tengingu inn í Curio App og m.a. á eftir að leggja lokahönd á þýðingar fyrir fleiri tungumál og fl. í reiknivél.
Notendur Curio App eru beðnir að koma ábendingu og athugasemdum á framfæri á info@curiotime.is bæði vegna Curio App og Reiknivélar SGS.