Félagsmenn Hlífar geta nú skráð sig fyrir ókeypis tímaskráningar “appi” sem getur sent tímaskráningu skv. reiknireglum og kjarasamningum í launareiknivél SGS.

Með því að svara nokkrum spurningum á skráningarsíðu þá er hægt að hala niður Curio App tímaskráningaappinu og byrja að skrá vinnustundir í farsíma. Eftir að viðvera hefur verið skráð í appið er hægt að athuga hvort laun og aðrar greiðslur séu í samræmi við kjarasamninga SGS.

Útreikningur
Með einum smelli sendir Curio App skráðar vinnustundir inn í reiknivél SGS og getur félagsmaður skoðað launaútreikning sinn í farsíma sínum í lok mánaðar og borið saman útborguð laun og launaútreikning reiknivélar.

Appið er ætlað þeim sem vinna dagvinnu á tímalaunum en passar ekki fyrir þá sem eru á föstum mánaðarlaunum óháð tímaskráningarskyldu.

Appið er knúið áfram af Curio Time sem er íslenskt tíma- og viðverukerfi

Fáanlegt fyrir bæði IOS og Android snjallsíma

Smelltu til að skrá þig!

Sjá nánari leiðbeiningar um skráningarsíðu og appið hér

Algengar spurningar

 

Er hægt að skoða leiðbeiningar áður en ég hala inn forritinu?

Já það er búið að útbúa góðar leiðbeiningar fyrir félagsmenn hér:

Hvernig finnur appið kjarasamning minn?

Með því að velja / ríki / Sveitarfélag / Almennt starf / og svo í framhaldi starfsheiti og aldur á skráningarsíðu þá vísar kerfið á þann samning sem þú ert að vinna á. 
Í framhaldi af því þá er hægt að athuga hvort laun og tímaskráning í Curio App sé í samræmi við kjarasamning starfsmanns.

Þarf ég að vera félagsmaður til að fá ókeypis tímaskráningar app?

Já – Appið er einungis ókeypis fyrir félagsmenn þeirra stéttarfélaga sem hafa gert samning um notkun á appinu.

Hvað a ég að gera ef launareikningur Curio App passar ekki við útborguð laun?

Vert að hafa í huga að mögulega er ekki hægt að ná utan um sérstakar kringumstæður og er félagsmönnum bent á að hafa samband við skrifstofu Hlífar ef útreikningur Curio App passar ekki við launaseðil fyrirtækis.

Hvernig getur appið reiknað út flókin laun skv. kjarasamning með einum smelli?

Starfsgreinasambandið hefur látið setja upp reiknivél þar sem félagsmenn geta reiknað út laun, kannað hvort launaseðlar séu réttir og annað það sem snertir margvíslegar greiðslur. 

Með því að svara spurningum þeim sem er á skráningarsíðu þá finnur Curio App út úr því hvaða samningi félagsmaður tilheyrir og sendir tímaskráningu launatímabilsins yfir í reiknivél SGS.

Hvar hala ég niður appinu?

Þú byrjar á því að skrá þig á skráningarsíðu Hlífar, sjá rauðan takka með hlekk hér fyrir ofan:

Eftir það færðu sendan hlekk á öppin, bæði IOS og Android til innsetningar í farsíma.

Hver er munurinn á appinu ” Klukk ” og Curio App?

Curio App ER MEÐ eftirfarandi möguleika:

  • Curio App er með reiknireglur vinnutíma skv. kjarasamningum um viðveru*

*Dæmi um reiknireglur sem er hægt að velja um á skráningarsíðu: 
Dagvinna 08:00 til 17:00 og 1 klst. frádregin í matartíma og svo yfirvinna frá 17:00 til 08:00 næsta dag. 
Dagvinna 07:30 til 16:30 og 1 klst. frádregið í matar- og kaffitíma og svo yfirvinna frá 16:30 til 07:30 næsta dag. 

  • Curio App skráir viðveru ásamt verkskráningu án þess að skrá starfsmann úr vinnu
  • Curio App býður upp á að senda tímaskráningu inn í reiknivél launa sem er hönnuð með öllum kjarasamningum SGS og 19 aðildafélaga.
  • Curio App er tengt viðurkenndu íslensku tímaskráningakerfi sem þúsundir starfsmanna notast við daglega á Íslandi.

Appið Klukk er “EKKI” með fyrrgreinda möguleika

Hér er um fyrstu útgáfu af reiknivél SGS að ræða með tengingu inn í Curio App og m.a. á eftir að leggja lokahönd á þýðingar fyrir fleiri tungumál og fl. í reiknivél.
Notendur Curio App eru beðnir að koma ábendingu og athugasemdum á framfæri á info@curiotime.is bæði vegna Curio App og Reiknivélar SGS.