Félagsfundur – Kynning á nýjum kjarasamningi

By Fréttir, Uncategorized

Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 22. febrúar 2016. kl 17:30 í Félagsheimili Vlf. Hlífar að Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði

Dagskrá:

1.   Kynning á niðurstöðum úr Gallup-könnun vegna almenna markaðarins

2.   Kynning á nýjum kjarasamning á almennum markaði.

3.   Önnur mál.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og kynna sér efni nýrra kjarasamninga. 

 

Ótímabundið útflutningsbann á áli mun hefjast í byrjun dags þann 24. febrúar.

By Fréttir, Uncategorized

Atkvæðagreiðsla um útflutningsbann var samþykkt af starfsmönnum hjá Rio Tinto Alcan þann 15. febrúar 2016 og eftir að hafa tilkynnt viðsemjendum og ríkissáttasemjara um niðurstöðuna hefur eftirfarandi fréttatylkinning verið send frá félaginu:

Efni: Tilkynning um vinnustöðvun hjá Rio Tinto Alcan á Íslandi hf.

Verkalýðsfélagið Hlíf hefur átt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins vegna endurnýjunar á aðalkjarasamningi milli Rio Tinto Alcan/Samtaka atvinnulífsins og Vlf. Hlífar og annarra hlutaðeigandi verkalýðsfélaga en samningur aðila rann út skv. efni sínu þann 31. desember 2014. Viðræður um framlagðar kröfur reyndust árangurslausar og þann 15. apríl 2015 var deilunni vísað til ríkissáttasemjara. Þann 29. apríl 2015 var lýst yfir árangursleysi viðræðna þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara.

Samninganefnd verkalýðsfélaganna ákvað þann 9. febrúar 2016 að leita heimildar til undirbúnings og boðunar vinnustöðvunar hjá Rio Tinto Alcan. Í framhaldi af því var tillaga samninganefndar um ótímabundna en takmarkaða vinnustöðvun þeirra félagsmanna Vlf. Hlífar er tilheyra flutningasveit fyrirtækisins og starfa á hafnar og vinnusvæði fyrirtækisins við útskipun á áli. Felur vinnustöðvunin í sér að engu áli verði skipað um borð í skip í Straumsvíkurhöfn, þ.e. ótímabundið útskipunarbann á áli frá byrjun dags (kl. 00:00) 24. febrúar 2016.  Vinnustöðvunin var samþykkt af hlutaðeigandi félagsmönnum Vlf. Hlífar.

Ótímabundið útflutningsbann á áli mun því að óbreyttu hefjast í byrjun dags þann 24. febrúar n.k.

F.h. Verkalýðsfélagsins Hlífar

Kolbeinn Gunnarsson, formaður 

Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning 2016

By Fréttir, Uncategorized

Atkvæðageiðslan hefst kl. 08:00 þann 16 febrúar 2016  og lýkur kl. 12:00 þann 24. febrúar 2016

Til að greiða atkvæði er farið inn á græna hnappin hér til hægri 

Kjarasamningurinn gildir frá 1. janúar 2016 til 31. desember 2018. Atkvæðagreiðsla um samninginn verður kynnt á næstu dögum en henni þarf að vera lokið fyrir 26. febrúar 2016. Kjarasamningurinn felur í sér verulegar viðbætur við þær hækkanir sem samið var um á síðasta ári fyrir félagsmenn. Samningurinn byggir á rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá 27.10 2015 og bókun um lífeyrisréttindi frá 5.5. 2011 og er ætlað að tryggja jafnræði í kjaraþróun á grundvelli sameiginlegrar launastefnu og jöfnun lífeyrisréttinda.

Samniginn er að finna Hér

Kynningarefni samningsins er að finna Hér

Allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör stjórnar.

By Fréttir, Uncategorized

Verkalýðsfélagið Hlíf auglýsir: Allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar.

 

Samkvæmt A-lið 22. gr. laga Hlífar skal á árinu 2016 kjósa í eftirtaldar stöður:

 

1.    Formann, ritara og tvo meðstjórnendur til tveggja ára

2.   Tvo varamenn í stjórn til tveggja ára

3.   Tvo félagslega skoðunarmenn reikninga og einn til vara til eins árs.

4.   Stjórn sjúkrasjóðs, formann, varaformann og ritara til eins árs og jafn marga til vara.

5.   Stjórn orlofsheimilasjóðs, formann, varaformann og ritara til eins árs og jafn marga til vara.

Tillögur uppstillingarnefndar og stjórnar Verkalýðsfélagsins Hlífar liggja frammi á skrifstofu Hlífar frá og með 11. febrúar 2016. Öðrum tillögum ber að skila á skrifstofu Hlífar, Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði, fyrir kl. 16:00 föstudaginn 19. febrúar 2016 og er þá framboðsfrestur útrunninn. Til þess að bera fram lista þarf skrifleg meðmæli eða stuðning 1/10 hluta fullgildra félagsmanna þó ekki fleiri en 100.

 Kjörstjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar

Á dögunum var skrifað undir nýjan kjarasamning aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands við Samtök atvinnulífsins.

By Fréttir, Uncategorized

Kjarasamningurinn gildir frá 1. janúar 2016 til 31. desember 2018. Atkvæðagreiðsla um samninginn verður kynnt á næstu dögum en henni þarf að vera lokið fyrir 26. febrúar 2016. Kjarasamningurinn felur í sér verulegar viðbætur við þær hækkanir sem samið var um á síðasta ári fyrir félagsmenn. Samningurinn byggir á rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá 27.10 2015 og bókun um lífeyrisréttindi frá 5.5. 2011 og er ætlað að tryggja jafnræði í kjaraþróun á grundvelli sameiginlegrar launastefnu og jöfnun lífeyrisréttinda.

Samniginn er að finna Hér

Kynningarefni samningsins er að finna Hér

Ályktanir / stuðningsyfirlýsingar eru að berast til félagsins vegna kjaradeilunnar í Straumsvík

By Fréttir, Uncategorized

Verkalýðsfélagið Hlíf metur mikils þær ályktanir / stuðningsyfirlýsingar sem eru að berast til félagsins vegna kjaradeilunnar við Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Sú kjaradeila sem þar er í gangi er með öllu ólíðandi og fordæmalaus og verður ekki liðin á íslenskum vinnumarkaði.

Hér að neðan má lesa þær ályktanir sem félaginu hefur borist.

Einnig hafa mörg önnur stéttafélög og sambönd skrifað á sínar heimasíður hvatningarorð til stéttafélaganna sem hlut eiga að máli í Straumsvík og fordæma þessi vinnubrögð sem viðhöfð eru af fyrirtækinu gegn starfsfólki sínu.

Ályktun frá miðstjórn ASÍ vegna kjaradeilunnar í Straumsvík

Ályktun stjórnar Eflingar um kjaradeiluna í Straumsvík er að finna hér

Ályktun stjórnar Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrenis

Stuðningsyfirlýsing Afls- starfsgreinafélags

Stuðningsyfirlýsing frá stéttarfélögunum í suðurkjördæmi Það eru stéttarfélögin Báran Selfossi, Drífandi í Vestmannaeyjum, Verkalýðsfélagið í Grindavík, Verkalýðs og sjómannafélagið í Sandgerði, Verkalýðsfélag Suðurlands og Verslunamannafélag á Suðurlands  

Ályktun trúnaðaráðs Einingar Iðju

Stuðningsyfirlýsing Trúnaðaráðs og trúnaðarmanna Stéttafélags Vesturlands