Skip to main content
ATHUGIÐ.
Eftirfarandi efni var srkáð fyrir meira en 1 ári.

Í nýrri skýrslu sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar er varað við neikvæðum afleiðingum niðurskurðar og samdráttar á velferð og lýðheilsu. Bent er á, að ekki hafi verið gert nóg til þess að koma til móts við þá sem verst hafa orðið úti vegna þeirrar efnahagskreppu sem faraldurinn hefur framkallað.

Hópurinn telur skuldir ríkisins ekki vera áhyggjuefni svo lengi sem vextir eru lægri en hagvöxtur. Skuldahlutfall Íslands sé í lægra lagi í alþjóðlegu samhengi og atvinna og afkoma ættu að vera lykilhugtök til að tryggja að hagvöxtur framtíðarinnar geti létt á skuldaálaginu. Lög og reglur um opinber fjármál eigi að styðja við þessi áhersluatriði og nauðsynlegt sé að endurmeta fjármálareglur laga um opinber fjármál áður en þær eru settar í samband að nýju.

Í skýrslunni fjallar sérfræðingahópurinn um opinber fjármál í tengslum við COVID-kreppuna og hvort tilefni sé til að endurskoða lagarammann í kringum þau. Fjallað er um gjörbreytta afstöðu helstu alþjóðastofnana til niðurskurðar sem viðbragðs við efnahagsþrengingum. Þá er fjallað um fjármálareglur, fjármálaáætlun 2022-2026, skuldir hins opinbera og hlutverk ríkisins þegar efnahagslegar hamfarir ríða yfir.

Skýrsla sérfræðingahópsins