Skip to main content
search
FréttirUncategorized

Verkfalli aflýst en kjaradeilan enn óleyst

By 03.12.2015apríl 12th, 2019No Comments
ATHUGIÐ, Eftirfarandi efni var srkáð fyrir meira en 1 ári.

Starfsfólk leiksoppar í hagsmunatafli Rio Tinto

Samninganefnd starfsmanna í álverinu í Straumsvík hefur tekið ákvörðun um að aflýsa áður boðuðu verkfalli sem hefjast átti á miðnætti í kvöld. Kjaradeilan er áfram óleyst en ákvörðunin um að aflýsa verkfallinu er tekin þar sem sýnt þykir að raunverulegur samningsvilji sé ekki fyrir hendi hjá eiganda álversins, Rio Tinto.

Að mati samninganefndarinnar er  gagnslaust að halda verkfallinu til streitu, enda hafi ítrekað komið fram hótanir þess efnis að álverinu verði lokað og sökinni þá skellt á starfsfólkið fyrir að sækja lögbundinn rétt sinn og kjarabætur.

Krafa starfsfólksins er og hefur alltaf verið skýr. Sambærilegar launahækkanir og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði  og áréttað er að í engum kjarasamningum hafa starfsmenn þurft að semja frá sér störf yfir í annað og lakara launa- og réttindakerfi.

Kjarasamningur verkalýðsfélaganna við ISAL hefur tryggt fyrirtækinu meiri vinnufrið og stöðugt og gott aðgengi að starfsfólki. Það er því starfsfólkinu þungbært að upplifa sig sem leiksoppa í hagsmunatafli Rio Tinto gegn launafólki víðsvegar um heiminn.