Skip to main content

„Vertu betri í tækni!“ er hagnýtt námskeið fyrir alla þá sem þurfa og vilja styrkja sig í tækni.

Námskeiðið miðast við að nálgast tæknina og útskýra helstu tæknihugtök á „mannamáli“ með það að markmiði að efla sjálfstraust gagnvart tækni.  Námskeiðið er hugsað sem fyrsta skrefið inn í tækniheiminn.

Á námskeiðinu er leitast við að efla einstaklinga í þeirri tækni sem mest ákall er um að einstaklingar tileinki sér til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Námskeiðið snýr að því að upplýsa einstaklinga um möguleg áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á samfélagið og einstaklinga á vinnumarkaði, sem og greina ákjósanlega hæfni og færni hvað varðar tækni með tilliti til niðurstaðna Stafræna hæfnihjólsins sem VR-stéttarfélag hefur þróað og hjálpar einstaklingum að greina eigin tæknifærni.

Kynningarbæklingur

Námskeiðið er 20 klst. langt og hefst 14. mars og lýkur 23. mars.

Umsókn