Skip to main content
search
FréttirUncategorized

Viðræðum slitið við Samband íslenskra sveitafélaga

By 10.06.2011apríl 12th, 2019No Comments
ATHUGIÐ, Eftirfarandi efni var srkáð fyrir meira en 1 ári.

Á sjöunda tímanum í gærkveldi (9. júní) slitnaði uppúr viðræðum Flóafélaganna ( Hlífar, Eflingar og VSFK) og Starfsgreinasambands Íslands við Samninganefnd sambands íslenskra sveitafélaga.

Undanfarnar vikur hefur verið reynt að ná samkomulagi um gerð kjarasamnings fyrir þá starfsmanna sem starfa hjá Hafnafjarðarbæ, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ,  Hveragerði,  Þorlákshöfn, Reykjanesbæ og Voga á Vatnsleysuströnd. Fjölmennasti hópurinn sem reynt er að ná samningi um er starfsfólk í  leik- og grunnskólum sveitafélaganna. Samninganefnd sveitafélaganna hefur lagt ofur áherslu á nýja og breytta launatöflu sem gerir það að verkum að þessir starfshópar eru meðvitað skildir eftir með minni launahækkanir en aðrar starfsstéttir sem búið er að semja  fyrir. Samninganefnd sambands sveitarfélaga heldur þeim rökum fram að lægst launuðustu starfsmenn sveitafélaganna hafi fengið of miklar launahækkanir í tveim síðustu kjarasamningum og verði nú að gefa eftir fyrir millitekju og hærra launuðu starfsmenn sveitafélaganna.

Nýja launataflan væri að færa þessum starfsmannahóp kr. 21.158 á sama tíma og launafólk á almennum markaði sem búið er að semja fyrir væri að fá kr. 34.000 (31. jan.  2014). Því til viðbótar leggja sveitarfélögin áherslu á að semja til loka september 2014 eða átta mánuðum lengur og fyrir það áttu starfsmenn að fá 27 þúsund kr. en á ársgrundvelli þá vantaði um 84 þúsund krónur uppá laun þessara starfsmanna til að þeir væru jafn settir og þeir sem búið er að semja fyrir í samfélaginu. Svona framkoma gagnvart lægst launaðasta starfsfólki sínu er óskiljanleg og forkastanleg í ljósi þess að víðtæk sátt hafði náðst um samræmda launastefnu. Þessi einkennilega afstaða samninganefndar sveitafélaga hefur hleypt málinu í harðan hnút og er málið nú komið til Ríkissáttasemjara sem stjórnar deiluaðilum til sátta.