Skip to main content

Vinnan – vefrit ASÍ er – komin út. Þar er að finna fjölbreytt efni og blandað saman skrifuðum texta, myndböndum og viðtölum. Sjón er sögu ríkari.

1. Ávarp forseta ASÍ á 1. maí (grein + podcast þar sem Drífa Snædal les ávarpið)

2. Stytting vinnuvikunnar – Margeir Steinar Ingólfsson frá Hugsmiðjunni og Særún Ármannsdóttir leikskólastjóri segja frá sinni reynslu (myndband)

3. Allsnægtarkenningin – Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur skrifar um jöfnuð og mannvirðingu (grein)

4. Formaðurinn spurði hvort hvort ég vildi ekki fá borgað fyrir þetta tuð – Bergvin Eyþórsson og Hjalti Tómasson í hlaðvarpsspjalli um stéttarfélög, vinnumarkaðinn og allskonar

5. Við erum ótrúlega spennt – Katrín Einarsdóttir verðandi leigjandi hjá Bjargi (grein)

6. Ertu með vinnuna í vasanum? – Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur og Ingibjörg Loftsdóttir frá VIRK segja frá mikilvægi þess að skilja á milli vinnu og einkalífs (myndband)

7. Minnkaðu matarsóun og sparaðu pening í leiðinni – Verðlagseftirlit ASÍ kemur með góð ráð til að minnka matarsóun (grein)

8. Um tíma leigði ég með 9 manns – Flora Fernández segir frá reynslu sinn af íslenskum vinnumarkaði (grein)

9. Heimurinn er betri nú en fyrir 100 árum – Magnús M . Norðdahl lögfræðingur ASÍ sem er fyrsti Íslendingurinn til að setjast í stjórn Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, segir frá þessari elstu stofnun Sþ. (myndband)

10. Brauðstrit og barátta í dúr og moll – Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarfræðingur fjallar um verkalýðsbaráttu í íslenskum dægurlagatextum 1950-1980 (grein með playlista á Spotify)