Skip to main content

Vísað til sáttasemjara ef ekkert þokast

By 31.01.2011apríl 12th, 2019Fréttir, Uncategorized
Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

Formaður Hlífar, Kolbeinn Gunnarsson, sagði í viðtali við Fréttastofu Ríkisútvarpsins í morgun að erfitt verði að ná kjarasamningum í þeim viðræðum sem nú standa yfir við Samtök atvinnulífsins.  Hann sagði að í dag verði fundur með  samninganefndinni  hjá ríkissáttasemjara enda telur Kolbeinn líklegt að viðræðunum verði alfarið vísað til sáttasemjara gangi hvorki né reki á næstu dögum eða vikum.

Aðspurður um helstu kröfur nefndi Kolbeinn að höfuðáhersla væri á kaupmáttinn og að samið yrði í skamman tíma 12-18 mánuði.  Ef ekki nást samningar munu þau félög er standa að Flóabandalaginu skoða til hvaða aðgerða verði gripið.

Translate »