Skip to main content

Í könnun meðal félagsmanna Hlífar sem starfa í álverinu í Straumsvík kom fram yfirgnæfandi stuðningur við aðgerðir til að knýja á um gerð kjarasamnings á grunni Lífskjarasamningsins.

Í síðustu viku voru haldnir tveir félagsfundir með starfsfólki og gerð könnun í kjölfarið. Könnunin hófst á föstudagskvöldið og lauk kl. 10:00 á sunnudagskvöld og stóð þannig í tvo sólarhringa. Þátttakan var mjög góð, ekki síst í ljósi stutts fyrirvara og þess skamma tíma sem könnunin stóð.

Meira en 90% þátttakenda vildu grípa til aðgerða. Samninganefnd félagsins leggur nú lokahönd á áætlun um aðgerðir á grundvelli niðurstaðnanna, í samráði við önnur félög starfsmanna.