Skip to main content

Aðgerðum í Straumsvík frestað um viku

Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

Í dag var gengið frá samkomulagi við ISAL um að fresta verkfallsaðgerðum sem hefjast áttu hjá iðnaðarmönnum á morgun, föstudag, um eina viku. Þetta er gert til að gefa samninganefndum meiri tíma til að ná saman um nýjan kjarasamning. Ef samningar nást ekki fyrir þann tíma hefjast verkfallsaðgerðir þann 23. október í samræmi við fyrri boðun.

Aðgerðir Hlífar hefjast því 24. október, eins og áður var ráðgert.